Mikil og metnaðarfull vinna er nú í gangi til þess að gera hjólreiðar að öruggum og raunhæfum ferðamáta í höfuðborginni. En hvernig er þeim peningum best varið? Talsvert er rætt um að leggja hjólastíga í grænum svæðum, t.d. í gegnum Elliðárdalinn og með hjólabrú yfir Elliðárvoginn, sem þá helst er hugsuð fyrir íbúa Grafarvogs.
Í borginni eru 48% lands nýtt undir umferðarmannvirki, það væri því kannski þess virði að skoða það land fyrir framtíðarhjólastíga. Staðsetning og virkni gatnakerfisins í dag er eitthvað sem íbúar höfuðborgarsvæðisins þekkja vel og því væru það ekki ný umferðamannvirki sem fólk þyrfti að kynna sér, heldur væru núverandi mannvirki nýtt með öðrum ferðamáta.
MIKLABRAUT - NÚVERANDI
MIKLABRAUT - FRAMTÍÐARHUGMYND
Hér táknar guli liturinn hjólastíg, sem er aðskildur með lágum gróðri og röð af trjám. Myndin sýnir einnig villtari og fjölbreyttari gróður á umferðareyjunum til þess að minnka viðhald og fá meiri líffræðilegan fjölbreytileika inn í borgina.
Að sjálfsögðu er margt sem þarf að taka breytast til þess að þess sýn geti orðið að veruleika, meðal annars eldsneytisgjafi bílanna sem og hámarkshraði. En það gæti allt verið til góðs, eða hvað?